Eigum skilið afsökunarbeiðni

Pep Guardiola segir City eiga skilið afsökunarbeiðni.
Pep Guardiola segir City eiga skilið afsökunarbeiðni. AFP

Margir af helstu knattspyrnustjórum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafa setið blaðamannafundi í dag enda heil umferðin leikin næstu tvo daganna. Eins og við var að búast hafa þeir flestir verið spurðir út í úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í gær sem ákvað að aflétta Evrópubanni Manchester City.

Jür­gen Klopp og José Mourinho, stjórar Liverpool og Tottenham, voru ekki sammála um niðurstöðuna. Klopp sagðist ánægður með úrskurðinn en Mourinho kallaði hann farsa. Þá tjáði Pep Guardiola, stjóri City, sig um málið rétt áðan er hann var að ræða leik City og Bournemouth annað kvöld.

„Við eigum skilið afsökunarbeiðni,“ sagði Spánverjinn tæpitungulaust. „Við tókum til varna í málinu gegn þessum rógburði og unnum það, þetta félag hefur gert allt rétt og við eigum skilið að vera hérna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert