Eins fyrir Hamilton að vinna Formúlu-2

José Mourinho er ekkert sérstaklega spenntur fyrir Evrópudeildinni.
José Mourinho er ekkert sérstaklega spenntur fyrir Evrópudeildinni. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Eftir að Alþjóða íþróttadómstóllinn aflétti Evrópubanni Manchester City varð ljóst að Tottenham á ekki möguleika á því að leika í Meistaradeildinni á komandi leiktíð en Mourinho segir þó að það sé betra en ekki neitt.

Markmið tímabilsins er því að ná Evrópusæti þótt portúgalski stjórinn vilji frekar vera í Meistaradeild Evrópu, sterkustu félagsliða keppn heims. „Evrópudeildin er ekki stærsta keppnin í Evrópu,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi. „Evrópudeildin er næst sterkasta keppnin innan Evrópu.

Það er því ekki jafn stórt að vinna Evrópudeildina, samanborið við Meistaradeildina sem dæmi. Þetta er svipað og fyrir ökuþórinn Lewis Hamilton að vinna Formúlu-2 eða Formúlu-3000, ég veit ekki hvað þeir kalla þetta, en ég er nokkuð viss um að hann yrði ekkert í skýjunum með sigur í þeirri keppni,“ bætti Mourinho við.

mbl.is