Arsenal lagði meistarana í London

Georginio Wijnaldum í baráttunni við Lucas Torreira í London í …
Georginio Wijnaldum í baráttunni við Lucas Torreira í London í kvöld. AFP

Reiss Nelson skoraði sigurmark Arsenal í 2:1-sigri liðsins gegn Liverpool þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates-vellinum í London í kvöld. Sadio Mané kom Liverpool yfir á 20. mínútu en Alexandre Lacazette jafnaði metin fyrir Arsenal á 32. mínútu.

Liverpool var mun sterkari aðilinn í leiknum og átti 24 marktilraunir gegn þremur tilraunum Arsenal en allt kom fyrir ekki og Arsenal fagnaði sigri. Liverpool er með 93 stig og nær ekki að bæta stigamet deildarinnar en Arsenal fer með sigrinum upp í níunda sætið í 53 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Arsenal 2:1 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is