Chelsea gæti slegið heimsmetið aftur

Jan Oblak er einn besti markvörður heims.
Jan Oblak er einn besti markvörður heims. AFP

Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga hefur átt erfitt tímabil hjá enska knattspyrnuliðinu Chelsea á leiktíðinni, en hann var keyptur til Chelsea fyrir rúmlega 72 milljónir punda fyrir tveimur árum og varð í leiðinni dýrasti markvörður sögunnar. 

AS á Spáni greinir frá því að Chelsea hafi mikinn áhuga á að kaupa Jan Oblak frá Atlético Madrid en félagið þarf að reiða fram 100 milljónir evra fyrir markvörðinn, eða rúmlega 90 milljónir punda og yrði hann dýrasti markvörður sögunnar. 

Frank Lampard er sagður óhress með frammistöðu Kepa á tímabilinu og er tilbúinn að semja Spánverjann, sem hefur verið misstækur.

Oblak er samningsbundinn Atlético til ársins 2023 og vill spænska félagið ekki missa Slóvenann, sem er einn besti markvörður heims. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert