Leiknir sundur og saman (myndskeið)

Manchester United er fyr­ir neðan Leicester á marka­tölu er liðin berj­ast um 4. sætið og þátt­töku í Meist­ara­deild Evr­ópu á næstu leiktíð en United vann 2:0-útisig­ur á Crystal Palace í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í kvöld.

Mörk United voru afar flott en í báðum tilvikum spiluðu sóknarmenn liðsins sig í gegnum varnarmenn Crystal Palace. Marcus Rash­ford kom gest­un­um yfir í upp­bót­ar­tíma fyrri hálfleiks eft­ir góðan und­ir­bún­ing Bruno Fern­and­es. Heima­menn héldu að þeir væru að jafna met­in snemma í síðari hálfleik þegar Jor­d­an Ayew potaði knett­inu í netið á fjær­stöng­inni eft­ir fyr­ir­gjöf Wilfried Zaha. Eft­ir að at­vikið var at­hugað af mynd­bands­dómur­um kvölds­ins kom í ljós að Ayew var rang­stæður og markið dæmt af þó munað hefði litlu.

Frakk­inn Ant­hony Martial inn­siglaði svo sig­ur­inn á 78. mín­útu með lag­legu marki eft­ir frá­bær­an und­ir­bún­ing Marcus Rash­ford og Ant­hony Martial. Mörkin og allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is