Breytingin hyglir betri liðunum (myndskeið)

Áfram verður heim­ilt að gera fimm leik­manna­skipt­ing­ar í knatt­spyrnu­leikj­um á næstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og eru ekki allir á sama máli um hvort það sé rétt ákvörðun. Skiptingarnar fimm voru til umræðu í þætt­in­um Völl­ur­inn á Sím­inn Sport þar sem þeir Freyr Alexandersson og Bjarni Þór Viðars­son voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar.

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur bent á að þessi reglubreyting hyglir stærri félögum með breiðari og sterkari leikmannahópa. „Við erum að tala um alveg út næsta tímabil og mér finnst fullsnemmt að ákveða þetta núna,“ sagði Freyr í umræðunni sem má sjá í spilaranum hér að ofan. „Þetta breytir taktinum í leiknum og það er alveg á hreinu að betri liðin græða meira á þessu. Þau eiga fleiri góða leikmenn, eðli málsins samkvæmt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert