Mourinho vill ekki vera með boltann (myndskeið)

José Mourinho var til umræðu í þætt­in­um Völl­ur­inn á Sím­inn Sport þar sem þeir Freyr Alexandersson og Bjarni Þór Viðars­son voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar.

Tottenham vann 3:1-sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vikunni en aðeins þrjú lið hafa nælt í fleiri stig í deildinni frá því að Mourinho tók við stjórninni hjá Lundúnaliðinu.

„Hann er einfaldlega að segja, ekki vera með boltann, þéttum línuna og sækjum hratt á þá,“ sagði Freyr um samskipti Mourinho við leikmenn sína í drykkjarhléinu í fyrri hálfleik en eftir að Newcastle hafði byrjað leikinn betur virtist Tottenham taka öll völdin eftir þetta leikhlé.

„Þeim líður best að stjórna leiknum með lágri pressu varnarlega, þannig skora lið Mourinho,“ bætti Freyr við en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is