Fyrirliðinn lyfti bikarnum á Anfield (myndskeið)

Jordan Henderson, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hóf Englandsmeistarabikarinn á loft í kvöld á Anfield.

Bikarafhendingin fór fram eftir 5:3-sigur Liverpool gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool tryggði sér titilinn hinn 25. júní síðastliðinn þegar Manchester City mistókst að vinna Chelsea á Stamford Bridge í London.

Þetta var fyrsti Englandsmeistaratitill Liverpool í þrjátíu ár og í fyrsta sinn sem félagið vinnur ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992.

Bikarafhendingin var sýnd beint á Síminn Sport.

Jordan Henderson lyfti bikarnum á Anfield.
Jordan Henderson lyfti bikarnum á Anfield. AFP
mbl.is