Glæsimörk á Anfield (myndskeið)

Liverpool vann 5:3-sigur gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í kvöld.

Það voru þeir Naby Keita, Trent Alexander-Arnold, Georginio Wijnaldum, Roberto Firmino og Alex Oxlade-Chamberlain sem skoruðu mörk Liverpool í leiknum.

Olivier Giroud, Tammy Abraham og Christian Pulisic skoruðu mörk Chelsea.

Leikur Liverpool og Chelsea var sýndur beint á Síminn Sport.

Trent Alexander-Arnold skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í kvöld.
Trent Alexander-Arnold skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í kvöld. AFP
mbl.is