Óvissa með framtíð Salah

Mo Salah í leik gegn Chelsea í vikunni.
Mo Salah í leik gegn Chelsea í vikunni. AFP

Mohamed Salah knattspyrnuamaður hjá Liverpool vildi lítið tjá sig um framtíð sína er hann ræddi við útvarpsstöðina LA FM Colombia. Hefur Salah verið orðaður við Real Madrid. 

„Ég nýt þess þegar vel gengur og það hefur gengið vel á tímabilinu og ég er ánægður,“ sagði Salah, áður en hann var spurður út í næsta skref á ferlinum. 

„Enginn veit hvað gerist í framtíðinni og við sjáum hvað gerist. Við höfum unnið Meistaradeildina og ensku deildina og ég er ánægður með það en við sjáum til hvað gerist næst,“ sagði Egyptinn. 

Hefur Salah verið magnaður með Liverpool síðan hann kom til félagsins frá Roma á Ítalíu 2017 og skorað 94 mörk í 151 leik í öllum keppnum. 

mbl.is