Skellur í síðasta leik Gylfa og félaga (myndskeið)

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans hjá Everton máttu þola 1:3-skell á heimavelli gegn Bournemouth í lokaleik sínum á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni á fótbolta. 

Þrátt fyrir sigurinn er Bournemouth fallið úr deildinni. Endar liðið í 18. sæti með 34 stig, einu stigi á Aston Villa sem rétt slapp. Everton endar í tólfta sæti með 49 stig. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is