David reyndist sannspár

David Barnwell (lengst til hægri) ásamt vinnufélögum sínum hjá GR, …
David Barnwell (lengst til hægri) ásamt vinnufélögum sínum hjá GR, Snorra Páli Ólafssyni yfirþjálfara og Derrick Moore golfkennara. mbl.is/Hari

Golfkennarinn kunni, David Barnwell hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, reyndist sannspár í viðtali við Morgunblaðið síðsumars 2019. 

David er íslenskur ríkisborgari og hefur verið að langmestu leyti búsettur á Íslandi frá því hann réði sig til Golfklúbbs Akureyrar árið 1986 en hann kemur frá Harrogate í Yorkshire. 

David er mikill stuðningsmaður Leeds United í knattspyrnunni og í viðtali í aukablaði um golf sem fylgdi Morgunblaðinu hinn 27. ágúst 2019 spáði hann því að Leeds myndi komast upp í úrvalsdeildina árið 2020. Gekk það eftir á dögunum. 

„Ég er frá Harrogate í Yorkshire. Er það í nágrenni Leeds. Ég veit að Leeds United á marga stuðningsmenn á Íslandi og ég er einn sá harðasti sem fyrirfinnst í þeim efnum. Ég er handviss um að nú fer liðið upp í úrvalsdeildina í vor en ég ætla ekki að jinxa það. Ég jinxaði það nefnilega í fyrra,“ sagði David Barnwell í fyrra og „jinxsaði“ ekkert í þetta skiptið.  

mbl.is