Ekki hrifinn af fagnaðarlátum Aston Villa

Leikmenn og þjálfarar Aston Villa fagna í leikslok.
Leikmenn og þjálfarar Aston Villa fagna í leikslok. AFP

Leikmenn Aston Villa fögnuðu vel og innilega eftir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni í gær er þeir björguðu sér frá falli með 1:1-jafntefli gegn West Ham. Nýliðarnir voru lengi vel í fallsæti en björguðu sér á endasprettinum með því að vinna tvo og tapa ekki í síðustu fjórum leikjum sínum.

Eftir leik mátti sjá leikmenn og þjálfara fagna innilega, með dansi, söng og kampavíni, en sparkspekingurinn Roy Keane, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var ekki sérlega hrifinn. „Þeir unnu ekki neitt,“ sagði Írinn og var honum greinilega ekki skemmt í myndskeiðinu sem má sjá hér að neðan.

mbl.is