Farinn frá Tottenham eftir átta ár

Jan Vertonghen
Jan Vertonghen AFP

Belg­íski varn­ar­maður­inn Jan Vert­ong­hen er ekki lengur leikmaður Tottenham, en samningur hans við félagið er runninn út. Belginn var einn af mörgum leikmönnum sem samþykktu að framlengja samning sinn yfir tímabilið eftir að það lengdist vegna kórónuveirunnar.

Vert­ong­hen, sem er 33 ára, spilaði 23 af 38 leikj­um Totten­ham í úr­vals­deild­inni en alls spilaði hann 315 leiki fyrir félagið í öllum keppnum frá 2012 þegar hann var keyptur frá Ajax í Hollandi. Hann var hluti af liði Tottenham sem komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu og deildabikarsins en ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá varnarmanninum.

mbl.is