Fjögur lið gætu hafið keppni seinna í úrvalsdeildinni

Manchester United er nánast öruggt með sæti í átta liða …
Manchester United er nánast öruggt með sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir stórsigur á LASK á útivelli í fyrri leiknum í marsmánuði. AFP

Manchester United, Manchester City, Chelsea og Wolves fá að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðar en önnur félög, komist þau langt í Evrópumótunum 2019-20 sem ljúka á í ágústmánuði.

Sky Sports skýrir frá því að úrvalsdeildin muni setja upp 30 daga ramma fyrir leikmenn þessara liða til að hvílast áður en þeir hefja nýtt tímabil. Málið verði tekið fyrir og gæti verið samþykkt á næsta aðalfundi deildarinnar sem fram á að fara 6. ágúst.

Komist Manchester City eða Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem fram fer 23. ágúst, þýðir það að viðkomandi lið hæfi ekki keppni í úrvalsdeildinni fyrr en 22. september. Fyrsta umferð deildarinnar á hins vegar að fara fram 12. september.

Manchester United og Wolves eiga möguleika á að komast í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA, sem fram fer 21. ágúst, og myndu þá ekki spila í úrvalsdeildinni fyrr en 20. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert