Frá Liverpool til Brighton

Adam Lallana
Adam Lallana AFP

Enska úrvalsdeildarliðið Brighton & Hove Albion er búið að ganga frá kaupum á Adam Lallana frá meisturunum í Liverpool. 

Lallana er 32 ára og kom til Liverpool frá Southampton árið 2014 og gerir nú þriggja ára samning við Brighton. 

„Reynsla hans og hæfni á vellinum verður frábær viðbót fyrir okkur og ég er viss um að hann verði virkilega góð fyrirmynd fyrir unga leikmenn hjá félaginu,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton meðal annars. 

mbl.is