Fulham stefnir í úrslitaleikinn

Fulham á góða möguleika á að komast í úrslitaleikinn á …
Fulham á góða möguleika á að komast í úrslitaleikinn á Wembley. AFP

Fulham stendur mjög vel að vígi í umspilinu um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að hafa sigrað Cardiff City, 2:0, á útivelli í fyrri leik liðanna sem fram fór í Cardiff í Wales í kvöld.

Joshua Onomah kom Fulham yfir í byrjun síðari hálfleiks og Neeskens Kebano bætti marki við rétt fyrir leikslok. Liðin mætast aftur á bökkum Thames í London á  fimmtudaginn en sigurliðið samanlagt mætir Swansea eða Brentford í úrslitaleiknum. Swansea vann fyrri leikinn í því einvígi, 1:0.

mbl.is