Gæti verið áfram hjá Chelsea eftir allt

Willian eltur af Andy Robertson í leik Liverpool og Chelsea …
Willian eltur af Andy Robertson í leik Liverpool og Chelsea í síðustu viku. AFP

Willi­an, sókn­ar­maður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Chel­sea, gæti skrifað undir nýjan samning við félagið eftir allt saman en orðrómur um félagaskipti hans til annars liðs hefur verið hávær undanfarnar vikur.

Brasilíumaðurinn verður samningslaus hjá Chelsea á næstu dögum og þótti ekki líklegt að hann myndi framlengja í Lundúnum. Frank Lampard, stjóri liðsins, hefur hins vegar vonast til að geta endursamið við leikmanninn og segir nú Sky Sports frá því að nýr tveggja ára samningur sé í bígerð.

Arsenal er sagt hafa mikinn áhuga á að semja við leikmanninn en Barcelona, Manchester United og Inter Miami, knattspyrnulið Davids Beckhams, eru öll sögð fylgjast með gangi mála.

Sókn­ar­maður­inn, sem er orðinn 31 árs gam­all, kostaði 30 millj­ón­ir punda en hann kom til enska fé­lags­ins frá Anzhi Mak­hachkala í Rússlandi á sín­um tíma. Willi­an hef­ur verið al­gjör lyk­ilmaður í liði Chel­sea und­an­far­in ár en hann hef­ur tví­veg­is orðið Eng­lands­meist­ari með liðinu, 2015 og 2017. Þá varð hann bikar­meist­ari með Chel­sea 2018 og Evr­ópu­meist­ari 2019. Willi­an á að baki 70 lands­leiki þar sem hann hef­ur skorað níu mörk en hann lék sinn fyrsta lands­leik árið 2011.

mbl.is