Leikmaður Liverpool í læknisskoðun hjá Brighton

Adam Lallana lyftir Englandsmeistarabikarnum.
Adam Lallana lyftir Englandsmeistarabikarnum. AFP

Enska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Bright­on er ná­lægt því að ganga frá samn­ingi við enska miðju­mann­in­n Adam Lall­ana, sem er að verða samningslaus hjá Englandsmeisturum Liverpool.

Samkvæmt Sky Sports mun Lallana undirgangast læknisskoðun í Brighton í dag og ef allt gengur vel skrifar hann undir í kvöld eða á morgun. Lall­ana kom til Li­verpool frá Sout­hampt­on fyr­ir sex árum og hef­ur leikið 178 leiki með liðinu í öll­um keppn­um og skorað í þeim 22 mörk. Er Lall­ana 32 ára og á að baki 34 leiki fyr­ir enska landsliðið. 

Samkvæmt Sky voru fleiri úrvalsdeildarfélög á höttunum eftir miðjumanninum en hann vill fyrst og fremst komast þangað sem hann getur verið byrjunarliðsmaður.

mbl.is