Lovren farinn frá Liverpool

Dejan Lovren
Dejan Lovren AFP

Knattspyrnumaðurinn Dejan Lovren er genginn til liðs við rússneska liðið Zenit frá Pétursborg, en hann fer þangað frá Liverpool á Englandi sem staðfesti skiptin á heimasíðu sinni í dag.

Lovr­en er orðinn 31 árs gam­all, en hann kom til Li­verpool frá Sout­hampt­on í júlí 2014. Hann hef­ur spilað 131 deild­ar­leik fyr­ir liðið á þeim tíma en aðeins komið við sögu í tíu leikj­um á þessu tíma­bili. Kaupverðið er talið vera um tíu milljónir punda samkvæmt ensku miðlunum Sky Sports og BBC.

mbl.is