Nágrannaerjur í enska boltanum

Takumi Minamino, leikmaður Liverpool.
Takumi Minamino, leikmaður Liverpool. AFP

Nágrannaerjur í enska boltanum eru ekkert smá mál, enda ná þær alla leið til Íslands! Það er í raun með ólíkindum hve mikil áhrif hæðir og lægðir fótboltaliða hinum megin við Atlantshafið geta hafa á sálarlíf okkar hér heima.

Við áhugamenn um Manchester United sleikjum nú sárin og höfum almennt haldið okkur til hlés undanfarnar vikur á meðan „nágrannarnir“ og erkifjendurnir fagna langþráðum sigri. Mér hefur einfaldlega þótt það viðeigandi að segja sem minnst á þessum erfiðu tímum.

Það var því ergilegt þegar félagi nokkur, sem styður óvininn, kallaði eftir hamingjuóskum frá mér, ella væri ég afbrýðisamur og beiskur. Það skal enginn fá að ásaka mig um að lofsyngja ekki þau afrek sem eiga það skilið, og sýna ekki þá virðingu sem hefur verið áunnin.

Til hamingju kæru keppinautar! Að vinna deildina er ekkert smáræði, sér í lagi eftir langa eyðimerkurgöngu, fulla af óbærilegum sársauka og grátlegum töpum á ögurstundu. Eftir langa og erfiða bið, vannst loks sigur.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »