West Ham vill fá leikmann QPR

Eberechi Eze fer líklegast til West Ham.
Eberechi Eze fer líklegast til West Ham. Ljósmynd/QPR

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur mikinn áhuga á að fá Eberechi Eze frá QPR. Að sögn Guardian vill QPR frá 20 milljónir punda fyrir sóknarmanninn sem er 22 ára. 

Félög á borð við Aston Villa, Crystal Palace, Necastle og WBA hafa einnig sýnt Eze áhuga en West Ham er talið líklegast til að semja við leikmanninn. 

Eze skoraði 14 mörk á leiktíðinni í ensku B-deildinni og er talinn einn besti ungi leikmaður Englands utan úrvalsdeildarinnar. Hann lék sinn fyrsta leik með QPR árið 2017. Eze hefur leikið með U21 árs landsliði Englendinga að undanförnu. 

mbl.is