Mourinho gerði grín að öllum vítaspyrnum Manchester United

Bruno Fernandes skorar hér eitt af þó nokkrum vítaspyrnumörkum sínum …
Bruno Fernandes skorar hér eitt af þó nokkrum vítaspyrnumörkum sínum fyrir United. AFP

Portúgalinn José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, skaut aðeins á landa sinn Bruno Fernandes og gömlu vinnuveitendur sína í Manchester United í viðtali við Record í heimalandinu.

Manchester United átti frábæran endasprett í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili og nældi að lokum í þriðja sætið og þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fernandes hefur átt mikinn þátt í bættri frammistöðu liðsins frá því að hann var keyptur frá Sporting í heimalandinu í janúar, hann hefur skorað tíu mörk fyrir liðið, sex af þeim úr vítaspyrnum, en ekkert lið fékk fleiri vítaspyrnur á tímabilinu en United: fjórtán talsins.

„Bruno kom til Manchester, var í góðu formi og spilaði mjög vel. Hann bætti lið United og reyndist vera frábær vítaskytta, sennilega ein sú besta í heiminum núna enda hefur hann fengið að taka svona tuttugu víti!“ sagði Mourinho kíminn.

José Mourinho.
José Mourinho. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert