Nýtt ævintýri að byrja

Adam Lallana er orðinn leikmaður Brighton.
Adam Lallana er orðinn leikmaður Brighton. Ljósmynd/Brighton

„Nýtt ævintýri að byrja og ég gæti ekki verið spenntari,“ skrifar knattspyrnumaðurinn Adam Lallana á twittersíðu sína en hann er nú orðinn leikmaður Brighton.

Lallana er 32 ára og kemur frá Englandsmeisturum Liverpool en hann hefur lítið getað spilað undanfarin ár vegna þrálátra meiðsla. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Brighton.

„Reynsla hans og hæfni á vell­in­um verður frá­bær viðbót fyr­ir okk­ur og ég er viss um að hann verður mjög góð fyr­ir­mynd fyr­ir unga leik­menn hjá fé­lag­inu,“ sagði Gra­ham Potter, knattspyrnu­stjóri Bright­on, meðal ann­ars. 

mbl.is