Spilað um Samfélagsskjöldinn í lok ágúst

Manchester City vann Samfélagsskjöldinn í fyrra.
Manchester City vann Samfélagsskjöldinn í fyrra. AFP

Árlegi leikurinn um Samfélagsskjöldinn í enska fótboltanum fer fram 29. ágúst á Wembley, en þar mætast ríkjandi deildar- og bikarmeistarar í opnunarleik tímabilsins. Leikurinn fer venjulega fram í byrjun ágúst en vegna kórónuveirunnar þurfti að fresta næsta tímabili.

Enska úrvalsdeildin hefst nú 12. september en tæpum tveimur vikum áður munu Englandsmeistarar Liverpool spila við Arsenal eða Chelsea um Samfélagsskjöldinn. Lundúnaliðin mætast í úrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn. Manchester City vann Samfélagsskjöldinn í fyrra eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Liverpool.

mbl.is