Fulham á Wembley þrátt fyrir tap

Leikmenn Fulham fagna í kvöld.
Leikmenn Fulham fagna í kvöld. Ljósmynd/Fulham

Fulham tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir tap á heimaveli gegn Cardiff, 1:2. Fulham vann fyrri leikinn 2:0 og einvígið því 3:2.

Curtis Nelson kom Cardiff yfir á 8. mínútu en aðeins 24 sekúndum síðar jafnaði Neesens Kebano.

Lee Tomlin kom Cardiff aftur yfir á 47. mínútu en þrátt fyrir þunga pressu frá Cardiff undir lokin tókst liðinu ekki að skora annað mark og Fulham fagnaði þegar lokaflautið gall. 

Fulham mætir Brentford í úrslitum umspilsins á Wembley næstkomandi þriðjudag. Leeds og West Bromwich Albion hafa þegar tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. 

mbl.is