Barcelona vill endurheimta leikmann City

Eric García í baráttunni við Troy Deeney hjá Watford í …
Eric García í baráttunni við Troy Deeney hjá Watford í ensku úrvalsdeildinni í sumar. AFP

Knattspyrnumaðurinn Eric García hefur heldur betur skotist upp á stjörnuhimininn á stuttum tíma en Spánverjinn spilaði sína fyrstu leiki fyrir Manchester City í vetur og er nú orðinn helsta skotmark Barcelona í heimalandinu.

García gekk til liðs við City frá Barcelona sumarið 2017 en spilaði ekkert fyrir aðalliðið fyrr en ári síðar í bikarkeppninni. Hann þreytti svo frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni í september á síðasta ári og hefur síðan þá spilað þrettán leiki fyrir Manchesterliðið og vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína.

Núna vilja Börsungar endurheimta sinn mann og segir spænski miðillinn Marca að forráðamenn félagsins hafi byrjað viðræður við City. Þar á bæ vilja menn hins vegar alls ekki selja og ætla þeir að bjóða varnarmanninum 19 ára nýjan risasamning en hann er nú þegar samningsbundinn félaginu til 2022.

mbl.is