Byrja næsta tímabil með -12 stig

Hillsborough-völlurinn í Sheffield.
Hillsborough-völlurinn í Sheffield. Ljósmynd/Sheffield Wednesday

Enska knattspyrnufélagið Sheffield Wednesday mun byrja næsta tímabil í ensku B-deildinni með -12 stig eftir að félagið braut reglur enska knattspyrnusambandsins um sjálfbæran rekstur. 

Greindi félagið frá hagnaði í ársreikningum sínum vegna sölu á Hillsborough-vellinum, en nú er komið í ljós að eigandi félagsins, Taílendingurinn Dejphon Chansiri, keypti sjálfur völlinn af félaginu. 

Stuðningsmenn Charlton eru allt annað en sáttir við að refsingin taki gildi á næstu leiktíð en ekki leiktíðinni sem var að líða, þar sem Sheffield-liðið hefði fallið niður í C-deildina og Charlton haldið sér uppi, væru tólf stig tekin af Sheffield Wednesday í lok þessa tímabils. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert