Arsenal bikarmeistari í 14. skipti

Pierre-Emerick Aubameyang skorar annað mark Chelsea.
Pierre-Emerick Aubameyang skorar annað mark Chelsea. AFP

Arsenal tryggði sér sinn 14. bikarmeistaratitil með 2:1-sigri á Chelsea í Lundúnaslag í bikarúrslitum á Wembley í dag. Er Arsenal sigursælasta liðið í sögu keppninnar. 

Það byrjaði hins vegar ekki vel fyrir Arsenal því Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic kom Chelsea yfir strax á sjöttu mínútu eftir skemmtilegan undirbúning frá Olivier Giroud. 

Arsenal gafst ekki upp og 20 mínútum síðar náði Pierre-Emerick Aubameyang í víti eftir baráttu við César Azpilicueta. Aubameyang fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi. Urðu mörkin í fyrri hálfleik ekki fleiri. 

Leikurinn var jafn framan af í seinni hálfleik en það var Arsenal sem komst yfir á 67. mínútu þegar Aubameyang fékk boltann í teignum, fór illa með Kurt Zouma og vippaði boltanum skemmtilega yfir Willy Caballero í marki Chelsea og í netið. 

Vont varð verra fyrir Chelsea á 73. mínútu þegar Mateo Kovacic fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir afar litlar sakir. Tíu leikmenn Chelsea náðu ekki að skapa sér færi það sem eftir lifði leiks og Arsenal fagnaði enn einum bikartitlinum. 

Með sigrinum tryggði Arsenal sér sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en liðið hafnaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea endaði í fjórða sæti og fer því í Meistaradeild Evrópu. 

Arsenal 2:1 Chelsea opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti sjö mínútur í uppbótartíma. Þetta er ekki búið.
mbl.is