Stjóraskipti hjá Bournemouth eftir fall

Eddie Howe gat ekki komið í veg fyrir fall.
Eddie Howe gat ekki komið í veg fyrir fall. AFP

Knattspyrnustjórinn Eddie Howe hefur yfirgefið Bournemouth eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Bournemouth hafnaði í 18. sæti deildarinnar, einu stigi frá Aston Villa sem bjargaði sér. 

Howe náði eftirtektarverðum árangri með Bournemouth en hann tók við liðinu í annað sinn í C-deildinni árið 2012 og fór með það upp um tvær deildir. Hann hélt svo liðinu uppi í úrvalsdeildinni í fjögur tímabil en nýlokið tímabil var það fimmta. 

Stýrði hann Bournemouth fyrst frá 2008 og tók þá við liðinu við botn D-deildar og var með það til 2011, áður en hann tók við Burnley í hálft annað tímabil. Hann sneri aftur til Bournemouth árið 2012 og nú átta árum síðar yfirgefur hann félagið. Howe lék yfir 200 leiki með Bournemouth á sínum tíma og hefur samtals verið í 25 ár hjá félaginu en hann er 42 ára gamall.

mbl.is