Chelsea blandar sér í baráttuna

Sergio Reguilon í leik með Sevilla á tímabilinu.
Sergio Reguilon í leik með Sevilla á tímabilinu. AFP

Chelsea hefur blandað sér í baráttuna um að fá spænska knattspyrnumanninn Sergio Reguilon frá Real Madrid en Everton lagði fram tilboð í bakvörðinn á dögunum. Sky Sports greinir frá. 

Reguilon er 23 ára og var val­inn besti vinstri bakvörður­inn í spænsku 1. deild­inni á síðustu leiktíð er hann var lánsmaður Sevilla. 

Hafnaði Sevilla í fjórða sæti deild­ar­inn­ar og var Reguilon einn besti leikmaður liðsins. Evert­on vill fá nýj­an vinstri bakvörð eft­ir að Leig­ht­on Baines til­kynnti um síðustu helgi að skórn­ir væru komn­ir á hill­una. 

Real er í fín­um mál­um þegar kem­ur að leik­mönn­um í stöðuna þar sem Marcelo og Ferland Mendy eru fyr­ir hjá fé­lag­inu. 

mbl.is