Fer frítt frá United til Inter

Alexis Sánchez er á leið til Inter Mílanó á frjálsri …
Alexis Sánchez er á leið til Inter Mílanó á frjálsri sölu. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið Inter Mílanó og Manchester United á Englandi hafa komist að samkomulagi um að Sílemaðurinn Alexis Sánchez gangi í raðir ítalska félagsins á frjálsri sölu. 

Sánchez er 31 árs og lék með Inter að láni frá United á leiktíðinni. Náði hann sér ekki á strik með United eftir félagsskipti frá Arsenal 2018. Hann var á himinháum launum hjá United og hefur Inter samþykkt að borga honum sömu laun gegn því að hann komi á frjálsri sölu. 

Sánchez skoraði aðeins fimm mörk í 45 leikjum með United, en hann var einn besti leikmaður Arsenal í áraraðir áður en leiðin lá til Manchester. Spilaði hann 28 leiki með Inter á leiktíðinni og skoraði fjögur mörk. 

mbl.is