Portúgalinn leikmaður mánaðarins

Bruno Fernandes átti afar góðan júlí.
Bruno Fernandes átti afar góðan júlí. AFP

Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur verið valinn besti leikmaður júlímánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Fernandes hefur leikið afar vel síðan hann kom til United frá Sporting í janúar og skorað átta mörk og lagt upp sjö til viðbótar. Komu fjögur mörk og fjórar stoðsendingar í sex leikjum í júlí. 

Manchester United lék sex deildarleiki í júlí, vann fjóra og gerði tvö jafntefli og tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 

mbl.is