De Gea fann tvífara sinn

David de Gea hefur fundið tvífara sinn.
David de Gea hefur fundið tvífara sinn. AFP

David de Gea, markvörður Manchester United, virðist hafa fundið tvífara sinn en Stuart Kettlewell, knattspyrnustjóri skoska liðsins Ross County, er ískyggilega líkur spænska markverðinum.

De Gea birti mynd af Kettlewell á Twitter-síðu sinni með furðulostnum broskalli en Skotinn sjálfur ræddi líkindin í viðtali við Sky Sports í gærkvöldi og sagðist til í að fá spænska landsliðsmarkvörðinn til sín í skosku úrvalsdeildina.

mbl.is