Liverpool hefur haft samband

Ismaila Sarr í leik með Watford.
Ismaila Sarr í leik með Watford. AFP

Englandsmeistarar Liverpool eru farnir að undirbúa leikmannakaup í sumar en forráðamenn félagsins hafa verið í samskiptum við Watford varðandi kaup á sóknarmanninum Ismaila Sarr.

Sarr var einn besti leikmaður Watford á nýliðnu tímabili en liðið féll að lokum úr úrvalsdeildinni og senegalinn talinn vera einn af stjörnum liðsins sem vilji frekar færa sig um set en að spila í B-deildinni í vetur.

Hann skoraði fimm mörk í deildinni og lagði upp önnur sex og segir Liverpool Echo frá því að meistararnir vilji bæta við sig sóknarmanni til að auka samkeppni innan liðsins. Watford keypti leikmanninn frá Rennes í Frakklandi á síðasta ári fyrir um 30 milljónir punda.

mbl.is