Vorum í vandræðum fyrir ári síðan

Scott Parker.
Scott Parker. AFP

„Ég er stoltur af því hvað þetta lið gerði í kvöld,“ sagði sigurreifur Scott Parker, knattspyrnustjóri Fulham, eftir 2:1-sigur á á Brent­ford í úr­slita­leik um­spils­ins í B-deild­inni á Wembley í kvöld. Grípa þurfti til fram­leng­ing­ar þar sem lærisveinar Parkers höfðu betur.

„Við, sem hópur, vorum í vandræðum andlega fyrir ári síðan og hugarfarið var ekki rétt,“ sagði Parker og vísaði þar til þess að lið Fulham féll úr úrvalsdeildinni á síðasta ári en snýr nú beint upp aftur.

„Ég hef ýtt þessum strákum áfram og í kvöld sá ég lið sýna hvað í því býr, ég hef verið að ýta þeim áfram í tólf mánuði.“

mbl.is