Wig­an í mikl­um erfiðleik­um

Frá leik Wigan og Fulham í síðasta mánuði.
Frá leik Wigan og Fulham í síðasta mánuði. Ljósmynd/Wigan Athletic

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Wig­an At­hletic er endanlega fallið úr B-deildinni en félagið var lýst gjaldþrota í sumar og missti fyrir vikið tólf stig í deildinni. Sá stigafrádráttur varð til þess að liðið endaði tímabilið í fallsæti.

Forráðamenn Wigan kærðu stigafrádráttinn til enska knattspyrnusambandsins en töpuðu málinu fyrir gerðardómi. Nýlega féllu viðræður við mögulegan kaupanda á félaginu niður og er staðan því ansi slæm.

Wig­an varð afar óvænt ensk­ur bikar­meist­ari árið 2013. Lék liðið í ensku úr­vals­deild­inni frá 2005 til 2013. Féll liðið í C-deild­ina árið 2017 en hef­ur leikið í B-deild­inni eft­ir að hafa kom­ist upp strax tíma­bilið eft­ir. Liðið var í 13. sæti af 24 liðum þegar deildinni lauk á dögunum en færist nú niður í næstneðsta sætið og fellur ásamt Charlton og Hull.

Með þessu er jafnframt staðfest að Barnsley heldur sæti sínu í B-deildinni. Liðið endaði í fallsæti, í 22. sæti af 24, en náði að komast upp fyrir Charlton með óvæntum útisigri á Brentford í lokaumferðinni og sá sigur reyndist því Barnsley gríðarlega dýrmætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert