Á leið í læknisskoðun í Manchester

Nathan Aké í leik með Bournemouth.
Nathan Aké í leik með Bournemouth. AFP

Hollenski knattspyrnumaðurinn Nathan Aké er mættur til Manchester og mun hann gangast undir læknisskoðun hjá Manchester City áður en 41 milljónar punda félagsskipti hans frá Bournemouth til City verða staðfest. 

Aké, sem er 25 ára miðvörður, hefur leikið með Bournemouth frá árinu 2017 og á þeim tíma spilað 115 leiki í ensku úrvalsdeildinni með liðinu og skorað í þeim ellefu mörk. Hann gat hins vegar ekki komið í veg fyrir fall hjá liðinu á nýliðinni leiktíð. 

City gekk frá kaupum á Spánverjanum Ferran Torres í gær og verður Aké næstur inn um dyrnar hjá liðinu, sem ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert