Arsenal búið að bjóða Brassanum samning

Willian hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik með …
Willian hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik með Chelsea. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur boðið Brasilíumanninum Willian þriggja ára samning. Eru allar líkur á að hann samþykki tilboðið og komi á frjálsri sölu frá Chelsea. Sky Sports greinir frá. 

Sky greinir frá því að Arsenal sé að bjóða Willian lægri laun en Barcelona og Inter Miami eru reiðubúin að greiða honum, en Willian vill vera áfram í London og ensku úrvalsdeildinni. 

Hefur hann rætt við Chelsea um nýjan samning síðustu mánuði en félagið er reiðubúið að framlengja samninginn um tvö ár á meðan Willian vill þriggja ára samning. 

Willian hefur leikið með Chelsea frá árinu 2013 og skorað 63 mörk í 339 leikjum í öllum keppnum. 

mbl.is