Southampton kaupir ungan varnarmann

Mohammed Salisu er á leið til Southampton.
Mohammed Salisu er á leið til Southampton. AFP

Enska knattspyrnufélagið Southampton hefur gengið frá kaupum á varnarmanninum Mohammed Salisu. Kemur leikmaðurinn frá Real Valladolid á Spáni og er kaupverðið tæplega 11 milljónir punda. 

Gerir Salisu fjögurra ára samning við Southampton, en hann mun vera í sóttkví í tvær vikur við komuna til Englands frá Spáni.

Southampton gæti einnig keypt Kyle Walker-Peters á næstu dögum frá Tottenham en bakvörðurinn var að láni hjá Southampton frá Tottenham á síðustu leiktíð. Þarf Southampto að greiða 12 milljónir punda fyrir varnarmanninn. 

Pierre-Emilie Højbjerg gæti varið í hina áttina, en Tottenham er reiðubúið að greiða Southampton 15 milljónir punda fyrir Danann. 

mbl.is