Varnarmaðurinn kominn til Manchester City

Nathan Aké er orðinn leikmaður Manchester City.
Nathan Aké er orðinn leikmaður Manchester City. AFP

Hol­lenski knatt­spyrnumaður­inn Nath­an Aké er orðinn leikmaður Manchester City en hann kemur frá Bournemouth, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni, fyrir um 41 milljón punda.

Aké, sem er 25 ára miðvörður, hef­ur leikið með Bour­nemouth frá ár­inu 2017 og á þeim tíma spilað 115 leiki í ensku úr­vals­deild­inni með liðinu og skorað í þeim ell­efu mörk. Hann stóðst læknisskoðun hjá City í morgun.

City gekk frá kaup­um á Spán­verj­an­um Ferr­an Tor­res í gær og er Aké næst­ur inn um dyrn­ar hjá liðinu, sem ætl­ar sér stóra hluti á næsta tíma­bili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert