Ekki lengur fimm skiptingar á Englandi

Það verða aðeins þrjár skiptingar á Englandi á næstu leiktíð.
Það verða aðeins þrjár skiptingar á Englandi á næstu leiktíð. AFP

Félög ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kusu í dag að fækka aftur skiptingum úr fimm niður í þrjár. Var þeim fjölgað upp í fimm í sumar vegna áhrifa kórónuveirunnar. 

Var skiptingum fjölgað til að minnka meiðslahættu og passa upp á leikjaálag leikmanna. Vildu einhver félög halda fimm skiptingum út næsta tímabil en meirihluti félaganna var á móti, eða ellefu á móti níu. 

Þá verða aftur átján leikmenn í leikmannahópum liðanna í stað tuttugu líkt og var í sumar.  

mbl.is