Nálægt því að skipta Chelsea út fyrir Arsenal

Willian sækir að Nemanja Matic í leik Chelsea gegn Manchester …
Willian sækir að Nemanja Matic í leik Chelsea gegn Manchester United. AFP

Knattspyrnumaðurinn Willian er nálægt því að skrifa undir þriggja ára samning við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann hefur verið samningsbundinn nágrönnunum í Chelsea síðan 2013.

Brasilíumaðurinn verður samningslaus síðar í mánuðinum og hefur verið í viðræðum við Chelsea síðan um áramótin en félagið er aðeins reiðubúið að fram­lengja samn­ing­inn um tvö ár á meðan Willi­an vill þriggja ára samn­ing.

Hann hefur skorað 63 mörk í 339 leikjum fyrir Chelsea en sóknarmaðurinn verður 32 ára á sunnudaginn. Hann gæti orðið áttundi leikmaðurinn frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar sem skiptir beint á milli þessara tveggja Lundúnaliða.

mbl.is