Á leiðinni í læknisskoðun hjá Tottenham

Pier­re-Emile Høj­bjerg
Pier­re-Emile Høj­bjerg AFP

Knatt­spyrnumaður­inn Pier­re-Emile Høj­bjerg mun undirgangast læknisskoðun hjá Tottenham á mánudaginn vegna fyrirhugaðra félagsskipta hans frá Southampton samkvæmt heimildum Sky Sports.

Tottenham er að kaupa danska miðjumanninn á 15 milljónir punda og þá er búist við að bakvörðurinn Kyle Walker-Peters fari í gagnstæða átt fyrir um 12 milljónir.

Høj­bjerg er 25 ára miðjumaður en hann hefur spilað yfir hundrað leiki fyrir Southampton frá árinu 2016. Hann var á mála hjá þýska stórliðinu Bayern München um árabil þar áður. Hefur hann spilað 33 landsleiki fyrir Danmörku.

mbl.is