Coutinho sagður á leið til Arsenal

Philippe Coutinho
Philippe Coutinho AFP

Phil­ippe Cout­in­ho, sókn­ar­maður knatt­spyrnuliðs Barcelona á Spáni, er á leiðinni til Arsenal í ensku úrvalsdeildina á láni en spænska dagblaðið Catalan Sport segir frá þessu í dag.

Cout­in­ho var á láni hjá Þýska­lands­meist­ur­um Bayern München und­an­far­in tvö ár en er nú snú­inn aft­ur til Spán­ar. Hann er þó ekki í framtíðar­plön­um Börsunga sem keyptu hann frá Li­verpool 2018 og sagður ólmur vilja snúa aftur til Englands.

Forráðamenn Arsenal hafa gefið Mikel Arteta, stjóra liðsins, grænt ljós á að sækja leikmenn fyrir næsta tímabil en fjölmiðlar á Englandi herma að sóknarmaðurinn Willian sé nálægt því að ganga til liðs við Arsenal frá Chelsea. Þá segir Catalan Sport að Coutinho og Arsenal séu búin að semja um kaup og kjör og eigi nú aðeins Barcelona eftir að samþykja vistaskiptin.

mbl.is