Leikmaðurinn sjálfur ferðbúinn

Kai Havertz
Kai Havertz AFP

Knattspyrnumaðurinn Kai Havertz hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaup og kjör og vill ólmur skipta yfir til enska félagsins frá Bayern Leverkusen samkvæmt franska miðlinum RMC Sport.

Ensku miðlarnir hafa fært sambærilegar fréttir undanfarna daga en þýski miðillinn Bild heldur því hins vegar fram að Chelsea eigi enn eftir að bjóða formlega í leikmanninn sem hefur farið fram á sölu.

Havertz hef­ur verið orðaður við öll stærstu lið Evr­ópu und­an­farn­ar vik­ur en þar ber hæst lið á borð við Real Madrid, Barcelona, Bayern München, Li­verpool, Manchester United, Chel­sea, Juvent­us og PSG í Frakklandi. Sam­kvæmt nýjustu fréttum er hins veg­ar munn­legt sam­komu­lag við Chel­sea um kaup og kjör í höfn en Leverkusen bíður eftir tilboði. Félagið er sagt vilja um 90 milljónir evra fyrir leikmanninn.

mbl.is