Liðsfélagi Jóhann eftirsóttur

Dwight McNeil í leik með Burnley.
Dwight McNeil í leik með Burnley. AFP

Leicester, Wolves, AC Mílan og Juventus hafa öll áhuga á kantmanninum Dwight McNeil hjá Burnley. McNeill er tvítugur og átti afar gott tímabil með Burnley á nýliðinni leiktíð. 

McNeil var í byrjunarliði Burnley í öllum leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Er hann uppalinn hjá félaginu og leikið með því alla tíð. 

McNeil skoraði tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og lagði upp sex til viðbótar. Hefur Englendingurinn leikið með yngri landsliðum þjóðar sinnar. 

mbl.is