Markvörður City seldur til Spánar

Claudio Bravo.
Claudio Bravo. AFP

Knattspyrnumarkvörðurinn Claudio Bravo verður seldur frá Manchester City á Englandi til Real Betis á Spáni á næstu dögum. Goal.com greinir frá. 

Bravo hefur verið hjá City í fjögur ár, en hann hefur lítið fengið að spila síðustu ár vegna góðrar frammistöðu Brasilíumannsins Ederson. Mun Bravo lækka töluvert í launum við félagsskiptin. 

Manuel Pellegrini tók við Betis á dögunum, en hann gerði einmitt City að enskum meistara árið 2014. Bravo var hins vegar keyptur til Manchester City af Pep Guardiola. 

Betis vill styrkja markvarðarstöðuna hjá sér en liðið fékk 60 mörk á sig í spænsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. 

mbl.is