Tottenham kaupir fyrirliða Southampton

Pierre-Emile Højbjerg er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham.
Pierre-Emile Højbjerg er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham. Ljósmynd/Tottenham

Danski knattspyrnumaðurinn Pierre-Emile Højbjerg er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham. Tottenham greiðir Southampton 15 milljónir punda fyrir leikmanninn. 

Kyle Walker-Peters mun fara í hina áttina en hann var að láni hjá Southampton frá Tottenham síðari hluta síðasta tímabils. Southampton greiðir Tottenham 12 milljónir punda fyrir enska varnarmanninn. 

Højbjerg hef­ur verið fyr­irliði Sout­hampt­on, und­an­far­in tvö tíma­bil, en hann gekk til liðs við fé­lagið frá Bayern München árið 2016. Højbjerg verður 25 ára gam­all í ág­úst.

mbl.is