Tilkynntur hjá Arsenal um helgina

Willian verður leikmaður Arsenal um helgina.
Willian verður leikmaður Arsenal um helgina. AFP

Knattspyrnumaðurinn Willian verður kynntur til leiks hjá Arsenal á næstu 48 tímum, en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Chelsea. Sky sports greinir frá. Mun hann gera þriggja ára samning við Arsenal. 

Bras­il­íumaður­inn varð samningslaus um mánaðarmótin en hann ákvað að gera ekki nýjan samning við Chelsea þar sem félagið vildi aðeins bjóða honum tveggja ára samning, en Willian vildi þriggja ára samning. 

Hann hef­ur skorað 63 mörk í 339 leikj­um fyr­ir Chel­sea en sókn­ar­maður­inn verður 32 ára á sunnu­dag­inn. Hann gæti orðið átt­undi leikmaður­inn frá stofn­un ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar sem skipt­ir beint á milli þess­ara tveggja Lund­únaliða.

mbl.is